23.03.1948
Neðri deild: 82. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1220 í B-deild Alþingistíðinda. (2002)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Fyrir um það bil 2 árum var skipuð mþn. til þess að athuga kaup og kjör þingmanna. N. þessi aflaði sér upplýsinga um kaup og kjör í nágrannalöndunum og skilaði frv. til ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin vildi ekki bera það fram sem sérstakt frv. Eftir að þessi stjórn tók við, fékk hún þessar upplýsingar hjá mþn. En um þessar mundir fréttist. að breytingar mundu hafa orðið á kjörum þm. hjá nágrannaþjóðunum. Lét því ríkisstjórnin sendiráðin safna upplýsingum, og ætlun mín var að senda flokkunum frv. mþn. og þær upplýsingar, sem sendiráðin höfðu aflað. En ekki hefur enn þá unnizt tími til að senda þetta til flokkanna, en ég mun senda það til formanna flokkanna. Æskilegt væri þá, að flokkarnir tækju fyrir næsta þing afstöðu til málsins með hliðsjón af upplýsingum þeim, sem borizt hafa, og gætu komið sér saman um nýtt frv. fyrir næsta þing.