10.03.1948
Sameinað þing: 51. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1226 í B-deild Alþingistíðinda. (2020)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Jónas Jónsson:

Ég get ekki sannfærzt af því, sem hæstv. ráðh. hefur sagt, að þetta hús sé ekki enn þá tilbúið. Það sjá allir, hvernig það er að utan, og það er búið að ráða lækni. Það er varla hægt að skilja það öðruvísi en það sé af ódugnaði hjá menntamálastjórninni að láta húsið standa svona. Annars geri ég ráð fyrir því, að þm. Rvíkurbæjar láti það meira til sín taka en ég.

Ég vil svara hv. 1. þm. Árn., form. allshn., því, að það er mér sjálfum kunnugt, að hvaða leyti það var erfitt að fjölga lyfjabúðum úr 2 í 4. Bærinn heimtar þetta, og það er rangt af hv. þm., sem er sjálfur greindur maður, að halda, að það sé erfiðleikum bundið. Það er bara af silakeppshætti í n.