17.12.1947
Sameinað þing: 31. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1231 í B-deild Alþingistíðinda. (2039)

Orlofsfé þingmanna

Forseti (JPálm):

Ég vildi óska eftir því, að menn yrðu ekki langorðir um þetta mál, því að aðkallandi störf liggja fyrir. Slíkar fyrirspurnir sem þessa ætti heldur að leggja fram formlega til ríkisstjórnarinnar. Út af ræðu hv. 2. þm. Reykv. vil ég taka það fram, að hér eiga sæti á þingi allmargir menn, sem kallast mega atvinnurekendur, bændur, kaupmenn og fleiri, og munu þeir ekki geta farið fram á orlofsfé. Hér eru og allmargir embættismenn, sem eðlilega gegna ýmsum störfum, og gæti það orðið langur listi, ef allt ætti að tína til. Hitt hefur skrifstofustjóri látið vita, að þeir þm., sem engin önnur störf hafa en þingmennsku, fengju orlofsfé.