17.12.1947
Sameinað þing: 31. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1232 í B-deild Alþingistíðinda. (2045)

Orlofsfé þingmanna

Sigurður Guðnason:

Herra forseti. Ég gerði kröfu til að fá greitt orlof vegna þess, að yfir að hneppa en að sinna þingstörfunum. Að vísu hafði mér alls ekki dottið í bug, að ég fengi orlof greitt sem þm., og fyrsta árið, sem ég sat á þingi, fékk ég ekki orlof greitt, og játa ég, að þar hefur mér yfirsézt. Ég geri vart ráð fyrir, að alþm. þurfi að slá sér saman til að fá greitt orlofsfé. Ég fór með mína orlofsbók til skrifstofustjóra og fékk mitt orlofsfé greitt. Ég mun halda því áfram að rukka orlofsfé mitt, hvort sem það er hér á hæstv. Alþingi eða annars staðar, og ég skil ekki, hvers vegna hv. þm. eru svo uppnæmir fyrir þessu.