09.10.1947
Sameinað þing: 4. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 1234 í B-deild Alþingistíðinda. (2050)

Ræðuskil þingskrifara

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég hef haft þann sið, síðan ég kom á Alþing, að reyna að lesa yfir þingræður mínar. Ég reyndi þetta líka í sumar, og þótt nú sé komið þing, eru ekki enn komnar til þingsins allar þingræður frá í fyrra. Nú hef ég heyrt, að forsetar hafi „honorerað“ alla þingskrifarana með því að ráða þá aftur, en ég veit, að frá þrem skrifurum voru ókomnar ræður í ágúst. Tveir þeirra hafa nú skeinzt til að skila, en frá þeim þriðja er ókomið enn. Ég vildi mælast til þess, að forsetar sæju um það, að þm. ættu þess sem fyrst kost að leiðrétta ræður sínar og að það þyrfti ekki að bíða alveg milli þinga, að þm. fengju að sjá þær, heldur gætu gert það, meðan á þingi stendur.

V. Orðsending frá ríkisarfa Norðmanna.