13.02.1948
Neðri deild: 56. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í C-deild Alþingistíðinda. (2122)

20. mál, fjárhagsráð, innflutningsverslun og verðlagseftirlit

Sigfús Sigurhjartarson:

Ég vildi leyfa mér að spyrjast fyrir um 20. mál. frv. til l. um breyt. á l. um fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit. Minni hl. fjhn. skilaði um þetta frv. áliti 10. des. Meiri hl. hefur ekki enn þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir skilað áliti. Ég hlýt nú að snúa mér til hæstv. forseta og fara þess á leit við hann að fá þetta mál tekið á dagskrá, þó að álit meiri hl. skorti, því að sjálfsögðu ber að stuðla að því, að málið fái þinglega meðferð. Ég sé enga ástæðu fyrir svo gífurlega löngum drætti.