08.03.1948
Neðri deild: 70. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í C-deild Alþingistíðinda. (2134)

20. mál, fjárhagsráð, innflutningsverslun og verðlagseftirlit

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Það er búið að tefja þetta mál lengi með því, að meiri hl. fjhn. hefur ekki skilað um það áliti. Síðan var það þó tekið fyrir án nál. meiri hl. og rætt, en atkvgr. frestað samkv. ósk hæstv. forsrh. Ég álit, að ekki geti gengið, að fá ekki fram í dagsljósið álit hv. þdm., og rétt er, að a. m. k. komi fram ástæðan fyrir því, að atkvgr. er nú aftur frestað, því að það er hægt að drepa mál með svona töfum. þótt annars væri meirihlutafylgi fyrir því í deildinni.