09.03.1948
Neðri deild: 71. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 51 í C-deild Alþingistíðinda. (2140)

20. mál, fjárhagsráð, innflutningsverslun og verðlagseftirlit

Einar Olgeirsson:

Ég vil eindregið mælast til þess við forseta, að næsti fundur d. þegar málið yrði tekið á dagskrá, yrði haldinn í dag. Það var í gær af þeim forseta, sem þá var, lofað, að þetta mál skyldi tekið fyrir, strax og tækifæri gæfist. Væri auðvelt að láta fara fram atkvgr. um þetta mál, ef forseti tilkynnti, að hún yrði klukkan 3 og þessum fundi þá frestað og settur nýr fundur til þess að láta fram fara atkvgr. um þetta mál. Það fara nú í hönd fundir í Sþ. og því slæmt, ef þetta mál fengi ekki afgreiðslu í dag, því að þetta er aðeins 2. umr. málsins.