09.03.1948
Neðri deild: 71. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í C-deild Alþingistíðinda. (2142)

20. mál, fjárhagsráð, innflutningsverslun og verðlagseftirlit

Einar Olgeirsson:

Ég vil geta þess út af orðum hæstv. forseta, að hér í d. vantar nú sem stendur ekki nema 5 þm., sem á annað borð mundu mæta, og ætti að vera hægur vandi að láta þá vita, sem ekki kynnu að heyra ákvörðun hæstv. forseta.

Hvað prentaðar dagskrár snertir, berast þær ekki svo ört út, að það sé tryggt, að þm. fái þessa vitneskju í tíma. Það mætti því vel hafa fund í dag, og sé þingvilji fyrir þessu máli, sem almennt virðist óttazt af ríkisstj., er ekki rétt að láta málið ekki komast áfram vegna þess, að það sé tafið fyrir því. Það er búið að tefja svo mikið fyrir þessu máli, sem er þó eitt fyrsta mál þingsins, að ástæða er til að ganga úr skugga um, hvort þingvilji er fyrir því eða ekki.