13.10.1947
Neðri deild: 5. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í C-deild Alþingistíðinda. (2164)

14. mál, vinnumiðlun

Flm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Ég get verið stuttorður um þetta mál. Þetta frv. var flutt á síðasta þingi og var samþ. í þessari d. og var komið til n. í Ed., en tími vannst ekki til þess að ljúka afgreiðslu þess vegna þess. hvað áliðið var.

Efni þessa máls er, að það er lagt til, að hlutaðeigandi bæjarstjórnir kjósi meiri hl. í stjórn vinnumiðlunarskrifstofanna. eða 3 menn af 5. í stað þess, að þær kjósa nú aðeins 2 menn af 5. Að öðru leyti er lagt til, að fyrirkomulagið, sem er á stjórn skrifstofanna, haldist og að verkalýðssamtökin tilnefni einn mann og vinnuveitendur einn. Það, sem ég tel mæla með þessu, er það, að vinnumiðlunarskrifstofur eru bæjarfyrirtæki. Bæjarsjóður borgar 2/3 kostnaðar og starfsemi þeirra er yfirleitt algert bæjarmál. Ég hef þess vegna talið eðlilegt, að bæjarstjórnir ráði á hverjum tíma þessum stofnunum. Þess vegna hef ég flutt þetta frv., og vænti ég, að það fái eins góðar undirtektir og í fyrra.

Ég óska þess, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til heilbr.- og félmn.