27.02.1948
Efri deild: 70. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í C-deild Alþingistíðinda. (2200)

38. mál, iðnaðarmálastjóri og framleiðsluráð

Frsm. minni hl. (Páll Zóphóníasson) :

Þegar iðnn. fór að athuga þetta frv., þá kom það greinilega í ljós, að töluvert miklum hluta og jafnvel mestum hluta af þeim málefnum, sem frv. þetta fjallar um og framleiðsluráði og iðnaðarmálastjóra er ætlað að fjalla um eftir frv., er nú eftir öðrum l. ætluð önnur meðferð. Og það, sem við í minni hl. n. höfum alveg sérstaklega við þetta frv. að athuga, er það, að það sé ekki nógu vel undirbúið að því leyti til. að það er ekki samið í samræmi við önnur l. eða ekki lagt til, að öðrum l. sé breytt til samræmis við það, eftir því sem þessi l. yrðu, ef frv. væri samþ. Á ég þar við tvenn lög. Annars vegar ákvæði 1. um rannsóknaráð ríkisins. sem er II. kafli í l. um náttúrurannsóknir. — Og réttast væri að leiðrétta það í dagskrártill., að þar eru l. nefnd l. um rannsóknaráð ríkisins. en ætti að standa þar l. um náttúrurannsóknir. — En rannsóknaráð ríkisins á að vinna að eflingu rannsókna á náttúru landsins, samræma slíkar rannsóknir og safna saman niðurstöðum þeirra. Undir starfsemi þessa ráðs heyrir það að hafa eftirlit með öllum rannsóknum, sem gerðar eru á náttúru landsins, og öllu þar að lútandi. Og undir iðnaðardeild, sem er undirdeild Atvinnudeildar háskólans, heyrir að annast rannsóknir í þágu iðnaðar, svo sem rannsóknir hráefna og annars þess háttar hér á landi. Ef ætlazt er svo til, að komið sé upp nýrri stofnun, eins og gert er ráð fyrir í þessu frv., sem fyrir liggur, sem sjái um þetta að öllu leyti og taki þetta í sínar hendur, þá þarf að skipa rannsóknaráð ríkisins með öðrum hætti og breyta verkefni þess. Hér virðist mér eiga með ákvæði þessa frv. að taka af rannsóknaráði ríkisins talsvert af því verkefni, sem því samkv. gildandi l. er ætlað að hafa. Og ég fæ ekki séð, að það sé nokkur meining í því að setja þannig tvenn l., sem gert ráð fyrir, að það séu tveir aðilar, sem hafi þessi verkefni með höndum. — Hin l., sem mér finnst þetta frv. rekast á, eru l. um fjárhagsráð. En með þeim l. er búið þegar að taka fram fyrir hendurnar á rannsóknaráði ríkisins, þar sem það á nú ekkert að gera, að því er mér skilst, nema fjárhagsráð vilji, því að fjárhagsráð á að hafa yfirumsjón með því, að innflutningur til landsins og stofnun nýrra fyrirtækja í landinu sé í fullu samræmi við áætlun, sem það gerir um það, hvernig þjóðarbúskapnum sé bezt fyrir komið. Það segir sig sjálft, að ef sett er rannsóknaráð eða framleiðsluráð, sem hefði þau verkefni, sem frv. talar um að framleiðsluráð eigi að hafa, en ekki fengi svo að flytja inn þau efni, sem þyrfti, fyrir fjárhagsráði. sem væri þar eitthvað á öðrum línum, þá mundi þar koma fram „konflikt,“ svo að ekkert væri hægt að gera. — Við í minni hl. n. teljum, að það þurfi að skipa iðnaðarmálunum sterkari og starfsamari yfirstjórn heldur en nú er. Og vil ég í því sambandi benda á það, að þessi hugsun að skipa iðnaðarmálastjóra er ekki ný. Hún hefur komið fram áður. En að samþykkja ákvæði frv. að þessu lútandi er hið sama og að skapa fleiri en einn tígulkóng í sömu spilum, og þá er ekki víst hvernig fer.

Þess vegna er það okkar till., sem erum í minni hl. iðnn., að ríkisstj, taki þetta mál allt til meðferðar og láti endurskoða þetta frv. með hliðsjón og tilliti til þessara tveggja laga, sem ég hef nefnt, annars vegar l. um náttúrurannsóknir og hins vegar l. um fjárhagsráð og samræmi þetta þrennt þannig að ekki komi fram árekstrar, þegar á að fara að framkvæma öll þessi l. Ég gæti lesið upp gr. bæði úr l. um náttúrurannsóknir og úr l. um fjárhagsráð og svo gr. úr þessu frv., sem hér liggur fyrir, sem sýna, að öllum þeim aðilum. sem þessi þrenn ákvæði taka til er ætlað í raun og veru að vinna það sama verk. Og í því er ekkert vit. Þess vegna leggjum við til. að málið verði afgreitt með rökst. dagskrá. sem prentuð er á þskj. 349. — En eins og ég áðan sagði er þar vitnað í II. kafla í l. um náttúrurannsóknir, sem heitir „Um rannsóknaráð ríkisins,“ og í dagskrártill. er orðalagið þannig, að þessi kafli er nefndur lög um rannsóknaráð ríkisins, sem þyrfti að leiðrétta og setja þar í staðinn: lögum um náttúrurannsóknir. Ég vil leyfa mér að skjóta því til hæstv. forseta, hvort ekki mætti skoða það sem leiðréttingu að setja þarna inn „náttúrurannsóknir“ í staðinn fyrir „rannsóknaráð ríkisins“.

Ég get alveg búizt við því, að einhverjir segi, að ég sé að fjandskapast við iðnaðinn með afstöðu minni í málinu. En slíkt læt ég mér alveg í léttu rúmi liggja. Það eina, sem fyrir okkur vakir, sem viljum láta athuga þetta mál betur er að koma á þetta framtíðarskipulagi að vel athuguðu máli.