27.02.1948
Efri deild: 70. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í C-deild Alþingistíðinda. (2209)

38. mál, iðnaðarmálastjóri og framleiðsluráð

Forseti (BSt) :

Ég get ekki tekið tillit til þess, þótt menn séu að inna af hendi önnur störf í bænum. Þeir menn eru á sama kaupi hér og aðrir og skv. þingsköpum eru þm. skyldir til að mæta á fundum og taka þátt í atkvgr. Á þessu vill nú verða misbrestur, og á þetta ekki við um þennan hv. þm. sérstaklega, en seint mundi ganga afgreiðsla mála, ef þannig þarf að eltast við einstaka hv. þm. Ég skal þó í þetta sinn fresta atkvgr. um stund. [Atkvgr. frestað um stund].