17.12.1947
Neðri deild: 35. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 188 í B-deild Alþingistíðinda. (224)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Ásgeir Ásgeirsson:

Það er eingöngu í tilefni af ummælum hv. 2. þm. S.–M. um 1. brtt. meiri hl. fjhn., að ég stend hér upp. Sú tillaga er um afla- og hlutatryggingasjóð fyrir bátaútveginn, að sjóðurinn fái 1/2 eignaraukaskattinn, ef slíkur sjóður verður stofnaður með lögum.

Það er auðvitað ekki hægt að ákveða í þessum lögum, að slíkur sjóður skuli stofnaður með lögum á næsta þingi eða seint á þessu.

Hv. þm. vildi halda því fram, að það væri engin trygging fyrir því, að slíkur sjóður yrði stofnaður. Það er ekki hægt að ákveða í till. sem þessari. Þess vegna þarf að bera slíka till. fram og fylgja henni gegnum þingið. Flm. ættu að láta bera slíkt frv. fram og leggja það fyrir Alþ. hið fyrsta.