05.03.1948
Neðri deild: 69. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 106 í C-deild Alþingistíðinda. (2246)

7. mál, hvíldartími háseta á botnvörpuskipum

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. forsrh. undirtektir hans í málinu og láta í ljós þá skoðun, að í höndum ríkisstj. sé því vel borgið.

Ég sé ekki, að flm. þessa frv. hafi mikla ástæðu til að ergja sig yfir till. n., þar sem líkur eru til, að frv. yrði fellt hér í d., og hlýtur því að vera betur borgið á þennan hátt. Ég held sem sagt að fyrir þá sem vilja ná árangri í málinu, þá sé þetta bezta afgreiðslan, sem það getur fengið. að fenginni þeirri yfirlýsingu. sem hæstv. forsrh. hefur gefið nú.