10.02.1948
Efri deild: 56. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í C-deild Alþingistíðinda. (2286)

76. mál, ríkisborgararéttur

Guðmundur Í. Guðmundsson:

Herra forseti. Allshn. hefur haft frv. þetta til athugunar. Á meðan hafa henni borizt margar umsóknir frá dómsmrn. um ríkisborgararétt til handa einstökum mönnum, og eru þær enn að berast. Nefndinni þykir hagkvæmt að taka ekki afstöðu til þessa, fyrr en allar umsóknir eru komnar, en vitað er að allmargar eiga enn eftir að berast. Hins vegar er nú nokkuð áliðið þings og hætta á, að málið dagi uppi, ef því verður ekki flýtt. Nefndin vill því leggja til, að frv. fari óbreytt til 3. umr., en hún mun skila nál. við 3. umr., og einnig mun brtt., sem fram kunna að koma, verða skilað fyrir þann tíma.