24.03.1948
Efri deild: 84. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 155 í C-deild Alþingistíðinda. (2292)

76. mál, ríkisborgararéttur

Guðmundur Í. Guðmundsson:

Allshn. hefur haft þetta mál til athugunar, og það hefur verið talsverðan tíma í athugun vegna ýmissa erfiðleika. Það hafa til skamms tíma og er enn að berast umsóknir og auk þess vantar enn ýmsar upplýsingar í sambandi við þær. N. hefur því ekki séð sér fært að gefa út nál. Hins vegar hef ég tekið upp nokkrar brtt., sem fram mundu koma, er málið yrði tekið á dagskrá. Er fyrirsjáanlegt, að um það verða töluverðar umr., og geri ég ekki ráð fyrir, að þeim verði hægt að ljúka í kvöld. Ég vil því spyrja hæstv. forseta að því, hvort hann telji rétt að opna umr. nú eða hann telji réttara að taka málið af dagskrá.