23.03.1948
Efri deild: 86. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í C-deild Alþingistíðinda. (2294)

76. mál, ríkisborgararéttur

Guðmundur Í. Guðmundsson:

Herra forseti. Sá háttur hefur nú verið upp tekinn í sambandi við veiting borgararéttar með l., að allar umsóknir um ríkisborgararétt hafa verið sendar beint til dómsmrn., en ekki til Alþ. eins og áður. Er þetta góð regla og gæti orðið til mikils stuðnings fyrir þá þm., sem hafa þessi mál til athugunar. En til þess að þetta komi að tilætluðum notum, er með öllu óhjákvæmilegt, að dómsmrn., um leið og það tekur við umsóknunum um ríkisborgararéttinn, athugi þær mjög gaumgæfilega og öll fskj., og alveg sérstaklega að ekkert vanti af þeim fskj., sem l. samkv. eiga að fylgja slíkum umsóknum auk þess sem ráðuneytið þarf einnig að ganga mjög gaumgæfilega úr skugga um, að það komi í ljós af umsókninni sjálfri og fskj., að umsóknin fullnægi þeim almennu skilyrðum, sem l. setja fyrir því, að hægt sé að velta ísl. ríkisfang með l., Ef dómsmrn. fremst að þeirri niðurstöðu, þegar það tekur við þessum umsóknum, að annaðhvort vantar eitthvert skilríki eða eitthvert skilyrði brestur, teljum við óhjákvæmilegt, að ráðuneytið geri umsækjanda aðvart þegar í stað, til þess að umsækjandi geti bætt úr ágöllum, sem á málinu kunna að vera, eða fái yfir höfuð að vita, hvernig mál hans stendur. Það má vel vera, að ráðuneytið hafi yfirleitt bent umsækjendum á, ef einhverjir gallar hafa verið á umsóknum þeirra. Um það þori ég ekki að dæma. En allshn. er á einu máli um það að vekja athygli ráðuneytisins á því, að í framtíðinni er með öllu óhjákvæmilegt, að sá háttur verði upp tekinn, að ráðuneytið kynni sér umsóknir og skilríkt strax, eins og ég hef áðan nefnt. Og eftir að ráðin hefur verið bót á því, sem áfátt var er að sjálfsögðu eðlilegast. að ráðuneytið sendi umsóknirnar til Alþ., eins og gert hefur verið undanfarið. En það virðist líka sjálfsagður hlutur, að ráðuneytið sendi til Alþ. þær umsóknir einar, — sem fullnægjandi mega teljast, en haldi eftir öllum, sem áfátt kann að vera að einverju leyti. Fyrir þingið séu því ekki lagðar aðrar umsóknir en þær, sem ráðuneytið getur beinlínis vottað um, að öll nauðsynleg skjöl og skilríki fylgi og að umsóknin fullnægi þeim skilyrðum, sem 1. um ríkisfang setja. Þetta er eðlilegust leið og langhagkvæmust fyrir þingið, til þess að hægt sé að vinna sómasamlega úr þessum málum. Allshn. er því sammála um, að þetta skuli fram tekið og sérstaklega skuli beint til ráðuneytisins að reyna að gæta þessa í framtíðinni. Ef einhverjir umsækjendur eru til staðar, sem ráðuneytið telur, að ekki fullnægi þeim skilyrðum, sem l. setja, til þess að hægt sé að veita mönnum ríkisfang, þá geta þeir sjálfir reynt að koma sínum málum á framfæri, ef þeir vilja halda þeim áfram, en slík fyrirgreiðsla virðist ekki eiga að koma frá dómsmrn. sjálfu.

Síðan frv. um ríkisfang, sem hér liggur fyrir, var lagt fyrir, hefur dómsmrn. stöðugt verið að senda allshn. nýjar umsóknir og er nú svo komið að til viðbótar við frv. liggja nú hjá allshn. umsóknir frá 40 mönnum um íslenzkt ríkisfang. Með mörgum af þessum umsóknum bárust þinginu þegar í upphafi fullnægjandi skilríki og ráðuneytið lagði til, að ýmsum af þeim, sem um ríkisfang sóttu, yrði veittur íslenzkur ríkisborgararéttur. Um aðra, sem einnig sóttu um íslenzkan ríkisborgararétt, er svo ástatt, að þegar umsóknirnar voru sendar til þingsins, þá voru ekki til staðar fullnægjandi skilríki, til þess að hægt væri að taka þeirra umsóknir til greina. Hjá ýmsum vantaði fæðingarvottorð, hjá öðrum hegningarvottorð, hjúskaparvottorð og ýmis fleiri vottorð, sem umsóknunum þurfa að fylgja. En smám saman hafa umsækjendur og dómsmrn. verið að bæta úr þessum ágöllum, og vottorð hafa verið að tínast hingað til þingsins, og nú seinast fyrir 1 eða 2 dögum komu ýmis viðbótarvottorð, sem á vantaði hjá sumum umsækjendum, auk þess sem nýir umsækjendur hafa verið að bætast við alveg fram á seinasta dag.

Allshn., sem hefur þetta mál til athugunar, hefur rætt það á nokkrum fundum. Það hefur verið farið í gegnum umsóknirnar sem fyrir liggja og fylgiskjöl með umsóknum athuguð, eftir því sem frekast er kostur á, umsóknirnar hafa síðan verið flokkaðar á þeim grundvelli sem l. um ríkisborgararétt flokka þá menn, sem til greina kemur að veita íslenzkan ríkisborgararétt með l., þ. e. a. s. umsækjendum hefur verið skipt í tvo flokka, þannig að sérstaklega hafa verið teknir þeir, sem fæddir eru af íslenzku foreldri og þurfa því ekki að fullnægja 10 ára búsetuskilyrði ríkisborgararéttarlaganna. — [Fundarhlé].

Ég hefði talið það æskilegt og raunar nauðsynlegt, að mál þetta yrði ekki afgr. fyrr en hæstv. dómsmrh. gæti verið viðstaddur, en í dag hefur staðið svo illa á, að hann hefur ekki getað mætt a fundi og kann það að standa í sambandi við fyrirhugaðar útvarpsumr. Ég vil beina þeim tilmælum til hæstv. forseta að málið verði ekki afgr., fyrr en hæstv. ráðh. getur mætt á fundinum og tekið málið fyrir.

Ég skýrði frá því áður að allshn. hefði borizt um 40 umsóknir um ríkisborgararétt fyrir utan frv. það, sem liggur fyrir. Ég hef skipt þessu í tvo flokka. Í annan flokkinn koma þeir, sem fæddir eru af íslenzku foreldri, en í hinn þeir, sem ekki eiga íslenzkt foreldri. Munurinn á þessum tveim flokkum er sá, að þeir sem fæddir eru af íslenzku foreldri, þurfa ekki að fullnægja skilyrðinu um 10 ára dvöl samfleytt í landinu til að fá ríkisborgararétt, en það þurfa aftur þeir, sem eru af erlendu bergi brotnir. Í fyrri flokknum, þ. e. þeir, sem fæddir eru af íslenzku foreldri, eru 18 manns, en í hinum síðari 21. Mér þykir rétt að gera grein fyrir öllum, sem sótt hafa, og hvaða afstöðu n. hefur tekið til þeirra. Í fyrsta lagi eru það þá þeir, sem fæddir eru af íslenzku foreldri.

N. er yfirleitt samþykk því, að allir þeir, sem fæddir eru af íslenzku foreldri, fái ríkisborgararétt en um 6 af þessum 18 er þannig háttað, að hún telur sig ekki geta mælt með því, að þeir fái íslenzkan ríkisborgararétt. 5 af þessum 6 eru konur, sem gifzt hafa erlendum ríkisborgurum eða búið með þeim, og eru þeir flestir þýzkir. Nú er það föst regla, að konur fylgi ríkisfangi manns síns, enda alltaf gengið út frá því. Frá mönnum þessara kvenna, sem hér er um að ræða, hafa engar umsóknir borizt um íslenzkan ríkisborgararétt. en 2–3 af þeim munu vera stríðsfangar í framandi landi. Mér þykir rétt að gera nöfn og aðstæður þessara kvenna kunnar.

Það er þá fyrst Rannveig Halldórsdóttir Christiansen, Reykjavík, f. 18. júlí 1903 í Reykjavík. Foreldrar báðir íslenzkir og hún fædd hér og upp alin, en gift erlendum ríkisborgara.

Næst er Helga Einarsdóttir Münch. Reykjavík. f. 4. ágúst 1897 á Íslandi. Var hér til 1921, en dvaldi síðan í Danmörku og Þýzkalandi. Gift þýzkum manni og er ekki skilin. Er hér með 4 börn.

Síðan er hér Kristín Guðmundsdóttir Klingbeil, Reykjavík. f. 30. júlí 1911 í Englandi. Foreldrar hennar eru íslenzkir. Hún fór héðan 1936 og kom aftur heim 1945 á vegum Rauða kross Íslands. Gift þýzkum manni, sem er stríðsfangi, og er ekki skilin. Hún er með 3 börn.

María Bjarnadóttir Henckell, Reykjavík. f. 25. júni 1911 á Akureyri. Foreldrar hennar eru íslenzkir. Giftist þýzkum manni 1936 og býr enn með honum. Á 2 börn. Hún kom heim árið 1945.

Síðust er Þóra Bjarnadóttir Timmermann. Reykjavík, f. 28. apríl 1912 á Íslandi. Foreldrar hennar eru íslenzkir. Hún er gift Þjóðverja. en ekki samvistum við hann og ekki skilin. Hún á 1 barn. Kom heim 1945.

Á þessar 5 umsóknir hefur n. ekki getað fallizt af þeim sökum, sem fyrr getur.

Ég vil nú gera grein fyrir umsóknum þeim. sem n. mælir með.

1. Aaslaug Felixson. Reykjavík, f. 23. júlí 1901 í Noregi og á íslenzkan föður. Hún kom hingað 1933, og skilríki hennar eru öll í lagi.

2. Jón Ebeneserson Halldórsson, Reykjavík. f. 23. febr. 1919 á Ísafirði. Varð ríkisborgari í U.S.A. meðan hann var þar við nám. Foreldrar hans eru íslenzkir.

3. Gunnar Már Nehm Pétursson, Reykjavík. f. 16. okt. 1919 í Danmörku. Foreldrar báðir íslenzkir. Kom hingað 1945 og hyggst dvelja hér áfram.

4. Grímur Hákonarson, Auðsholti í Ölfusi, f. 1. sept. 1887 á Íslandi. Foreldrar íslenzkir. Hann fór til Ameríku og fékk amerískan ríkisborgararétt 1933. Mestan tímann sem hann var úti átti hann bú í Ölfusinu og þegar hann kom heim 1945, settist hann þar að. N. telur sjálfsagt að veita honum íslenzkan ríkisborgararétt.

5. Gísli Halldór Christensen. Reykjavík. f. 9. sept. 1929 í Danmörku. Móðir hans er íslenzk. en faðir hans danskur. Hann er heitbundinn íslenzkri stúlku og á eitt barn.

6. Margrét Lund Hansen, Reykjavík, f. á Íslandi 21. ágúst 1924. Móðirin er íslenzk en faðir danskur. Hún dvaldi hér til ársins 1939, en fór þá til Danmerkur og dvaldi þar til 1946. en þá kom hún heim. Hún er ógift og á engin börn.

7. Agnes Sigrid Münch. Reykjavík, f. í Hamborg 1. nóv. 1927. Hún á íslenzka móður, en faðirinn þýzkur. Hún kom hingað 19. sept. 1945. Engin fylgiskjöl nema fæðingarvottorð. Hún er ein af þeim 6, sem n. getur ekki mælt með, að fái íslenzkan ríkisborgararétt.

8. Gunnar Ormslev, Hafnarfirði. f. 22. marz 1928 í Danmörku. Hann á íslenzka móður. Hann er ókvæntur og á engin börn. Fylgiskjöl virðast í lagi.

9. Marie Cylvia Christensen, Reykjavík, f. 15. febr. 1918 í Danmörku. Dvaldi á Íslandi 1921–1939 og síðan 1946. Hún á íslenzka fósturforeldra og er ógift, en á þriggja ára barn.

Næstur er Viktor Einar Münch, Reykjavík, f. 30. júní 1929 í Þýzkalandi. Móðir hans er íslenzk. Hann kom hingað 1945 og er bróðir Sigríðar Münch, sem á undan getur.

Þá er næstur Ferdinand Emil Bruno Münch, Reykjavík, f. 17. sept. 1937. Hann kom hingað 1945. Hann er bróðir Sigríðar og Viktors Einars Münch, en þau eru öll börn Helgu Einarsdóttur Münch, en n. leggur til, að henni verði ekki veittur ríkisborgararéttur, af þeim ástæðum, sem fyrr getur.

Að síðustu er Ejvil Christensen, Reykjavík, f. 6. febr. 1917 í Danmörku. Hann á íslenzka móður. Hann kom hingað 1921 og hefur dvalið hér síðan nema 1939–'47. Hann er kvæntur danskri konu og eiga þau eitt barn.

Ég hef þá gert grein fyrir öllum þeim umsóknum í fyrri flokknum, sem n. mælir með. Til viðbótar við þetta hafa n. borizt umsóknir tveggja barna. Annað er 7 ára og hefur n. ekki tekið það inn á skýrslur, en hitt er 13 ára drengur, Magnús Jón Ernst Magnússon, Reykjavík, f. 14. febr. 1935 í Þýzkalandi. Hann á íslenzkan föður, en þýzka móður og kom hingað 1945. N. telur sér ekki fært að mæla með umsóknum þessara barna. Hinum síðarnefnda vegna þess, að hann er of ungur og auk þess óskilgetinn, og í öðru lagi hefur engin ósk um þetta borizt frá móður hans.

Ég hef nú talið upp allar þær umsóknir, sem borizt hafa frá fólki, fæddu af íslenzku foreldri. Ég sný mér þá að hinum, þar sem reglan um 10 ára dvöl í landinu kemur til greina. N. er sammála um að mæla með umsóknum allra þeirra Skandinava, sem fullnægja reglunum. Hins vegar vill n. í heild ekki ganga lengra, og mun ég ekki mæla með umsóknum þeirra, sem ekki eru Skandinavar.

Á síðasta Alþ. lágu fyrir umsóknir frá mörgum þeim sömu sem nú er um að ræða og því óþarfi að fara langt út í það nú. Ég vil benda á það, að margir útlendingar, sem dvalið hafa hér undanfarin ár, hafa ekki dvalið af frjálsum vilja. Flestir þeirra hafa hrökklazt að heiman frá sér, og það liggur í augum uppi að sá tíu ára reynslutími er ótryggur mælikvarði á það, hvort það er einlægur vilji einstaklingsins að dvelja hér. Við það bætist svo, að ástæða er til að fara varlega í þessum efnum, og er sú skoðun uppi víða um lönd. Mér er t. d. nær að halda, að ef við hefðum skilyrðislaust fylgt reglunni um 10 ára dvöl án nokkurrar varfærni, þá er ekki ósennilegt, að mikill hluti Þjóðverjanna, sem hér dvöldu, hefði fengið íslenzkt ríkisfang. Það virðist því fullkomlega ástæða til að fara varlega í þetta. Allshn. leggur því til, að engum nema Skandinövum af þeim, sem ekki eru fæddir af íslenzku foreldri. verði veittur íslenzkur ríkisborgararéttur. Þeir eru búnir að dvelja hér svo lengi, að þeir eru orðnir Íslendingar, ef svo mætti segja og alfluttir hingað fyrir löngu. Mér þykir nú rétt að víkja nokkrum orðum að þeim, sem til seinni flokksins teljast, eða þeirra, sem ekki eru fæddir af íslenzku foreldri.

1. Hans Clementsen, Seyðisfirði, f. í Færeyjum 6. apríl 1920. Hann flytur hingað 1946. Er kvæntur, en á engin börn. N. getur ekki fallizt á að veita honum ríkisborgararétt. því að hann flytur ekki hingað fyrr en 1946.

2. Heinz Theodor Edelstein, f. í Bonn 5. júní 1902. Kom hingað 1937. Hefur ekki farið úr landi síðan. Kvæntur þýzkri konu og á tvö börn, 18 og 15 ára. Dvalarvottorð., hjúskaparvottorð og fæðingarvottorð barna fylgja. Af ástæðum, sem ég nefndi áðan, þá getur n. ekki mælt með þessari umsókn.

3. Bent Eikesdal, Álftafirði. f. í Noregi 5. júlí 1875. Kom hingað 1893. Starfaði við hvalveiðastöð hér til 1909, síðan varð hann bóndi hér til 1930 og er nú hjá syni sínum. Hann er kvæntur íslenzkri konu og á 4 börn. N. mælir eindregið með þessari umsókn.

4. Konstantin Eberhardt, Reykjavík. f. í Þýzkalandi 11. nóv. 1893. Kom hingað 1920. Stríðsfangi í Englandi 5. júlí 1940–20. des. 1945. Síðan í Þýzkalandi. Kom hingað aftur 6. sept. 1947. Var giftur íslenzkri konu, er dó. Á hér 3 fósturbörn. 21, 22 og 25 ára. Vottorð fylgja. N. mælir ekki með umsókninni.

5. Einar Knudsen Farestveit, Reykjavík, f. í Noregi 9. apríl 1911. Kom hingað 1933. Hefur dvalið hér síðan, nema farið erlendis í verzlunarferðir. Giftur íslenzkri konu og eiga 3 börn, 12. 6 og 2 ára. Vottorð fylgja. N. mælir með umsókninni.

6. Peter Lothar Goldstein. Reykjavík, f. í Þýzkalandi 7. nóv. 1927. Kom hingað 1935. Ókvæntur og barnlaus. N. hefur ekki orðið sammála um þessa umsókn.

7. Elisabeth Göhlsdorf. Reykjavík, f. í Þýzkalandi 3. ágúst 1890. Kom hingað 1935. N. mælir ekki með þessari umsókn af ástæðum, sem ég sagði áðan.

8. Analius Georg Hagvaag, Reykjavík. f. í Noregi 23. sept. 1907. Kom hingað 1931. Erlendis í norska flughernum 1943-'45. Giftur íslenzkri konu, en barnlaus. N. mælir með þessari umsókn.

9. Johan Victor Jacobsen, Reykjavík, f. í Svíþjóð 15. júní 1878. Kom hingað 1905. Giftur íslenzkri konu og á 3 börn, 23. 25 og 29 ára. N. mælir með þessari umsókn.

10. Johan Wilhelm Lindberg, Reykjavík. f. í Danmörku 11. júní 1882. Kom hingað 1919. Ógiftur og barnlaus. N. mælir með honum.

11. Martin Schjönning Kristian Pedersen. Raufarhöfn, f. 27. júní 1887 í Noregi. Kom hingað 1926. Giftur íslenzkri konu. Barnlaus. N. mælir með honum.

12. Harry Wilheim Schrader, Reykjavík, f. í Þýzkalandi 28. febr. 1913. Kom hingað 1935. Ókvæntur og engin börn. N. mælir ekki með þessari umsókn.

13. Systurnar 9. St. Jósefs spítala í Hafaarfirði: 1. Maria Ambrosia, f. í Þýzkal. 29. jan. 1894, kom 1938, — 2. Maria Barbara, f. í Þýzkal. 5. marz 1904, kom 1934. — 3. Maria Cyrilla, f. í Þýzkal. 28. ágúst 1880, kom 1908. — 4. Maria Emilia, f. í Lettlandi 1. júní 1899, kom 1938. — 5. Marta Felicia, f. í Þýzkal. 20. júlí 1901, kom 1931. — 6. Maria Monica, f. í Þýzkal. 2. maí 1908, kom 1936. — 7. Marta Remberta, f. í Þýzkal. 22. sept. 1877, kom 1928. — 8. Maria Xaveria f. í Þýzkal. 12. júlí 1896, kom 1926. — 9. Maria Albina, f. í Þýzkal. 7. maí 1887. kom 1914. Flest fylgiskjöl vantar, og n. vill samræmisins vegna ekki leggja til, að umsóknin verði tekin til greina.

Þá er það Peter Lothar Goldstein. Foreldrar hans eru þýzkir. Faðirinn var tekinn höndum af nazistum og talinn hafa verið tekinn af lífi. Móðirin flýði land og giftist íslenzkum manni. Þeir hv. 4. landsk. og hv. 1. þm. N-M. leggja til, að hann verði tekinn með og byggja álit sitt á því, að svipað sé farið með hann og þá sem fæddir eru af íslenzku foreldri. Hv. þm. Seyðf. hefur leitt hjá sér að taka afstöðu til málsins, en er varla á móti því. Hv. þm. Dal. og ég höfum ekki viljað mæla með þessu og viljum láta hann falla undir sama flokk og þá, sem ekki eru Skandinavar, og viljum ekki falla frá því „principi“. Og ef þetta væri tekið til greina mætti taka fleiri inn. ekki sízt systurnar í kaþólska spítalanum. Ég sé ekki ástæðu til að tala frekar um þetta. Ég legg því fram f. h. allshn. sameinaða till. um, að þeim mönnum, sem ég gat um áðan, verði veittur ríkisborgararéttur. Og nær listinn ekki lengra en þetta. Menn verða því að leggja fram brtt., ef þeir vilja koma fleiri inn. Og ástæða er til að ætla, að hv. 4. landsk. leggi fram brtt., hvað sem hv. 1. þm. N-M. líður.

Ég vil beina þeirri ósk til hæstv. forseta, að umr. sé ekki lokið, nema hæstv. dómsmrh. sé viðstaddur til þess að láta skoðun sína í ljós, og í öllu falli verði atkvgr. ekki látin fara fram, nema hann sé viðstaddur. En hann mun ekki hafa tækifæri til þess í dag vegna útvarpsumr. í kvöld.