23.03.1948
Efri deild: 86. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 161 í C-deild Alþingistíðinda. (2297)

76. mál, ríkisborgararéttur

Forseti (BSt) :

Út af því, sem hv. frsm. tók fram um meðferð málsins og ósk hans um það, að málinu verði frestað, þar til hæstv. dómsmrh. gæti verið viðstaddur, þá vil ég 1 fyrsta lagi spyrja: Er það eftir ósk hæstv. dómsmrh. sjálfs, að hann óski sérstaklega að vera viðstaddur afgreiðslu málsins? Annars skal ég benda á, að þessu frv. var útbýtt 7. nóv. s. l. og því var vísað til n. 11. s. m. og 2. umr. fór fram 10. febr., þannig að það virðist, að það hefði getað verið nægur tími til afgreiðslu málsins. Og þó að umsóknir hafi verið að berast, eins og hv. frsm. gat um, þá vitanlega gæti komið fyrir, að Alþ. afgreiddi tvenn l. á sama þingi um veiting ríkisborgararéttar. Mundi sjálfsagt ýmsum þykja leitt, að þetta mál dagaði uppi í þinginu nú.

En áður en ég ákveð þetta, vil ég heyra svar um það, hvort þetta er ósk hæstv. dómsmrh. sjálfs.