23.03.1948
Efri deild: 86. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 165 í C-deild Alþingistíðinda. (2304)

76. mál, ríkisborgararéttur

Forseti (BSt) :

Ég lít svo á, að það sé sama og að fella málið að taka það út af dagskrá nú. Og þar sem ekki eru bein tilmæli borin fram í nafni hæstv. dómsmrh. um það, að hann fái að vera viðstaddur afgreiðslu þess, þá vil ég ekki taka þá ábyrgð á mig að taka málið út af dagskrá. Hitt skal ég gjarnan gera, að láta hv. þd. skera úr því, hvort atkv. skuli ganga um málið eða ekki. Mun ég ákveða minn úrskurð. eftir að ég veit vilja hv. þd. í þessu efni, og ég sem þm. mun greiða atkv. í því máli.