29.01.1948
Efri deild: 50. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 176 í C-deild Alþingistíðinda. (2321)

139. mál, útsvör

Páll Zóphóníasson:

Það eru aðeins nokkur orð út af því sem hv. þm. Barð. sagði. Ég skal þó ekki vera langorður. Hann var að beina því til n., hvort ekki væri rétt, að það yrði höfð málafærsla um hvert einstakt mál líkt eins og nú hjá hæstarétti, að mér skildist. Það er nú svo, að ríkisskattan. hefur árið sem leið borizt fjöldi af kærum, og ég held, að n. muni athuga það áður en gert er ráð fyrir, að þar komi sækjandi og verjandi. Það er n., sem athugar, hvort menn geta borgað útsvarið, áður en það er afgr. eins og í hæstarétti. Ég vil því beina því til n., að hún athugi það, án þess að ég fari frekar inn á það nú.