13.10.1947
Neðri deild: 5. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í C-deild Alþingistíðinda. (2327)

15. mál, almannatryggingar

Flm. (Hermann Guðmundsson) :

Herra forseti. Ég flutti frv. shlj. þessu á síðasta þ. Því var vísað til n., en náði þá ekki fram að ganga.

Ástæðan til þess, að þetta frv. var flutt, er sú. að þeir, sem stunda íþróttir, hafa oft orðið fyrir tjóni og margir þeirra orðið fyrir miklum skakkaföllum við íþróttaiðkanir. Það eru mörg dæmi þess, að menn hafi orðið illa útleiknir við íþróttaiðkanir og jafnvel misst atvinnuna þess vegna, en hins vegar er enginn vafi á því, að íþróttaiðkanir eru hollar fyrir alla, bæði menn og konur. Íþróttasamtökin hafa komið auga á það, að það þarf að skapa meira öryggi fyrir þá, sem íþróttirnar iðka. Því hafa frá fjöldamörgum íþróttaþingum komið fram ályktanir um það, frá því ég flutti þetta frv., að fá það samþykkt, og nú síðast í sumar á ársþingi íþróttasambands Íslands.

Ég sé ekki ástæðu til að ræða meira um þetta að sinni, en óska þess, að frv. verði að umr. lokinni vísað til heilbr.- og félmn.