12.02.1948
Neðri deild: 55. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 315 í C-deild Alþingistíðinda. (2467)

93. mál, útrýming villiminka

Jörundur Brynjólfsson:

Mér þykir vænt um að mega eiga von á afgreiðslu málsins af hálfu n. næstu daga. því það er rétt að þingið ákvarði um örlög þess. Ég vil mega vænta þess, að þingið, fallist á þetta mál, og sökum þess, hvers eðlis það er, þá veit hv. 1. þm. Skagf., að það á eftir að ganga í gegnum margar umr. Hvað áhrærir afgreiðslu mála í þeim n.. þar sem ég er, þá ætla ég, að yfirleitt hafi þau verið afgreidd mjög fljótlega. Um það eina málefni, sem mun vera búið að vera nokkuð lengi í allshn. þessarar d., er það að segja, að sá dráttur stafar af því, að þeir aðilar, sem óskuðu eftir flutningi málsins, hafa látið á sér standa um það, hvernig beri að afgreiða það, og vil ég vænta þess, að okkur verði ekki kennt um það. Um önnur mál, t. d. í sameinuðu þingi, er það að segja, að þau eru ekki síður margbrotin fyrir þær n., sem hlut eiga að máli. En þannig er þó ástatt um þau mál, að þau geta fljótlega fengið afgreiðslu, því að þar er ekki nema í mesta lagi um tvær umr. að ræða. svo að það tekur lítinn tíma.