18.03.1948
Neðri deild: 75. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í C-deild Alþingistíðinda. (2512)

93. mál, útrýming villiminka

Jörundur Brynjólfsson:

Hæstv. forseti hafði það alveg á valdi sínu, hvort hann skipti atkvgr. eftir ósk hv. þm. Borgf. eða ekki. En til frekari fullvissu um, að ekki þyrftu að vera meiri umr. um atkvgr., tryggði forseti sér samþykki hv. form. landbn., og samkvæmt eðli málsins mátti þessi skipting eiga sér stað. (Atvmrh.: Fjarri fer því). Nú hafa báðar þessar brtt. verið löglega samþykktar. Hvort svo fer fram sérstök atkvgr. um brtt. eins og hún er orðin nú, sýnist mér ekki skipta máli.