18.03.1948
Neðri deild: 75. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 368 í C-deild Alþingistíðinda. (2513)

93. mál, útrýming villiminka

Atvmrh. (Bjarni Ásgeirsson) :

Mér þykir næsta undarlegt, hvað hv. 1. þm. Árn. sækir þetta fast. Það segir sig sjálft, að þegar búið er að samþykkja tæmandi orðalag á till. og hvernig hún skuli vera, þá er till., sem breytt er, alveg úr sögunni. En hér er tekinn liður úr henni og hann borinn upp sér. Það er alveg útilokað, að slíkt styðjist við þingsköp að réttu lagi.