28.11.1947
Sameinað þing: 27. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í C-deild Alþingistíðinda. (2527)

94. mál, dýrtíðarráðstafanir

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Hæstv. forseti Ed. hefur upplýst, að það gengi svo erfiðlega með störf í hv. Nd., að það vanti mál frá hv. Nd. til hv. Ed. Mér finnst þess vegna, að þetta ætti að vera ástæða til þess, að fleiri hv. þm. ættu ásamt mér að reyna að knýja áfram málin í hv. Nd. Ég saka ekki hæstv. forseta Ed. um neitt tómlæti í þessu efni. En það, að ekkert fundarefni er til í hv. Ed., ætti að vera fullkomin ástæða til þess, að reynt væri að knýja fram, að fundur væri haldinn í hv. Nd. — En hæstv. forseti Sþ. hefur ekki enn upplýst, hvaðan þetta áhugaleysi fyrir að halda fund í hv. Nd. kemur.