15.12.1947
Neðri deild: 32. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 446 í C-deild Alþingistíðinda. (2586)

109. mál, stríðsgróðaskattur

Flm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Ég skal að sjálfsögðu ekki fara frekar út í umr. um þetta. Ég held, að mér hljóti að hafa misheyrzt, því að mér skildist hæstv. forseti segja, að hann hefði heyrt með eigin eyrum að fjmrh. sagði, að þetta hefði verið rétt flutt. En hæstv. forseti sagði við mig rétt eftir fundinn. að hann hefði ekki athugað, að skilaboðin hefðu verið byggð á misskilningi. Ég held, að það sé nýr og leiðinlegur skilningur, ef forseti heldur, að þessi skilaboð hafi verið rétt flutt.