16.03.1948
Neðri deild: 74. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 451 í C-deild Alþingistíðinda. (2599)

121. mál, Reykjavíkurhöfn

Finnur Jónsson:

Ég mun ekki gera það að umtalsefni, að málið er tekið á dagskrá, án þess að fyrir liggi nál. frá meiri hl. eða minni hl. n. né heldur þingleg ósk um það að taka málið fyrir. Annars var skýrt frá því, eins og hv. þm. Snæf. sagði. undir umr. um annað mál, að í sjútvn. hefði ekki fengizt neinn vilji fyrir því að mæla með samþykkt þessa frv. Reyndar var öll n. á því, að ekki væri nein ástæða til að setja sérstök hafnarl. fyrir Reykjavík, þar sem alveg nýverið er búið að safna saman í eina heild ákvæðum fjöldamargra hafnarl., sem áður giltu hér á landi, og setja í lagafrv., sem Alþ. er ekki fyrir löngu búið að afgreiða. Í þetta sameiginlega hafnarmálafrv. hafa verið tekin upp flest þau atriði, sem hæstv. samgmrh., sjútvn. beggja d. þingsins og þinginu sjálfu hefur þótt nauðsynlegt. að yrðu í l. tekin. Einhverju af ákvæðum, sem giltu í einstökum hafnarl., mun hafa verið sleppt. og stafar það af því, að ekki þótti ástæða til annars en að láta sömu l. gilda um allar hafnir á landinu. Á grundvelli þessarar skoðunar taldi sjútvn. ekki rétt að mæla með því, að sett yrði sérstök löggjöf um höfnina í Reykjavík og framkvæmd hafnarmála þar. Hv. þm. Snæf., borgarstjórinn í Rvík, kom ásamt hafnarstjóranum í Reykjavík og öðrum manni til viðtals við sjútvn. og setti fram þau sjónarmið, sem hann hefur nú lýst hér. Benti hann sérstaklega á, að það sem Reykjavíkurbær legði mest upp úr, væri, að tekinn yrði upp aftur lögveðsréttur Reykjavíkurbæjar fyrir hafnargjöldum í skipum, og í öðru lagi, að ákveðið væri alveg skýlaust, að Reykjavíkurbær gæti tekið vörugjöld af vörum, sem um bryggjur einstakra manna fara, jafnvel þótt ekki væri um sambærileg mannvirki að ræða. En í Ed. hafði verið sett inn í hafnarlagafrv. ákvæði um það, að hafnarstjórnir eða sveitarstjórnir gætu ekki tekið hafnargjöld af vörum, sem færu um bryggjur einstakra manna, nema um sambærileg hafnarmannvirki væri að ræða. Nú benti hv. þm. Snæf. á það í viðtali við sjútvn., að nokkur vafi gæti leikið á því. að unnt væri að taka vörugjald af olíu, sem skipað væri upp í Skerjafirði, vegna þess að Reykjavíkurbær ætti ekki sambærileg hafnarmannvirki þar á staðnum. Sjútvn. var að vísu á því máli, að á þessu gæti nokkur vafi leikið, en gekk hins vegar það á móts við hagsmuni Reykjavíkurbæjar, að hún flutti brtt. við l. um hafnargerðir og lendingarbætur, að þetta atriði, sem hv. þm. Snæf. leggur mjög mikla áherzlu á, yrði nú alveg ótvírætt. Þessi breyt. er nú væntanlega komin til 3. umr. í Ed. og hefur verið afgr. héðan frá Nd., og sýnist ekki vera neitt til hindrunar því, að hún verði að 1. á þessu þingi. Mér skildist á hv. þm. Snæf. á sínum tíma, að þessi breyt. á l. gæti haft meiri fjárhagslega þýðingu heldur en hin breyt., sem hann lagði aðaláherzlu á, þannig að sjútvn. virðist hafa gengið það til móts við hv. þm. Snæf. Í því atriði, sem hann taldi, að höfnina og Reykjavíkurbæ gæti varðað fjárhagslega meiri upphæð heldur en hitt atriðið, sem hann talaði um. En hitt atriðið, sem hv. þm. Snæf. lagði áherzlu á, var það, að Reykjavíkurbær hefði lögveð í skipum fyrir skipagjöldum. Það er alveg rétt, að þetta ákvæði var áður í hafnarl., sem giltu fyrir Reykjavik, og enn fremur í nokkrum öðrum hafnarl., en þó ekki mörgum. og þegar núgildandi lög voru sett, þá komu ekki óskir frá neinni hafnarstjórn á landinu um að setja þetta ákvæði inn í 1., og mun það hafa verið af því, að flestar hafnarstjórnir telja sig nægilega öruggar með að hafa lögtaksheimild í skipunum gegn greiðslu hafnargjaldanna. En það er svo mikill aðstöðumunur Reykjavíkur hafnar og annarra hafna á landinu. að það er sízt ástæða til þess, að Reykjavíkurhöfn hafi sérréttindi umfram aðrar hafnir varðandi innheimtuna. N. hefur því lagt á móti því. að þessi háttur sé tekinn upp fyrir Reykjavík, en ef Alþ. teldi það rétt, þá er rétt að setja það inn í l. um hafnargerðir og lendingarbætur. Það má vera, að það hafi einhver óþægindi í för með sér að hafa ekki lögveðsheimild í skipunum, en þegar hægt er að safna saman lögveðskrifum og innheimta þær, þegar illa er komið fyrir einhverju fyrirtæki, þá hlýtur það að spilla mjög veðhæfni skipanna. Mér virðast engin rök réttlæta þessi sérréttindi Reykjavíkurhafnar, og viljum við því ekki mæla með þessu frv. Ég hef tekið það fram, að hér er aðeins um tvö mikilsverð atriði að ræða í þessu frv., og þar sem sjútvn. hefur tekið til greina það atriðið, sem hv. þm. Snæf., borgarstjórinn í Reykjavík, taldi meira máli skipta fjárhagslega og sett það inn í hin almennu hafnarlög, þá höfum við fjórir í sjútvn., sem hér erum staddir, leyft okkur að bera fram svo hljóðandi till. til rökstuddrar dagskrár, sem ég leyfi mér að lesa upp, með leyfi hæstv. forseta:

„Þar eð ákvæði frv. þessa eru að mestu leyti samhljóða hinum almennu hafnarlögum, telur deildin eigi ástæðu til að afgreiða frv. og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“