16.03.1948
Neðri deild: 74. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 454 í C-deild Alþingistíðinda. (2603)

121. mál, Reykjavíkurhöfn

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Það er vitanlega rétt, að Reykjavíkurhöfn hefur haft meiri tekjur en aðrar hafnir og af þeirri ástæðu getað kostað sín mannvirki. Hins vegar réttlætir það ekki þá ráðstöfun að gera henni erfiðara fyrir að innheimta hafnargjöldin. Lögveðsheimildin skiptir sáralitlu fyrir hvern bát, en þótt hver maður skuldi lítið, skiptir það miklu fyrir höfn, þar sem hundruð og þúsund skipa fara um. Ég get skilið það sjónarmið að vilja vísa málinu frá, en það er þá betra að gera það á einhverjum öðrum grundvelli en þeim, að frv. sé samhljóða gildandi lögum, þegar deilan stendur um það, hvort ákvæði frv. skuli tekið upp í gildandi lög eða ekki, og vildi ég sóma n. sjálfrar vegna biðja hana að endurskoða þessa dagskrártill. sína.