26.01.1948
Neðri deild: 46. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 464 í C-deild Alþingistíðinda. (2621)

128. mál, ullarverksmiðja í Hafnarfirði

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Ég veit ekki hvernig hv. 11. landsk. þm. hefur misskilið svo hrapallega orð mín. Ég taldi alls ekki rétt, að ríkið setti upp verksmiðju til að vinna alla ull landsmanna ofan á það að veita S. Í. S. leyfi til þess að vinna sama verk. Það hefur aldrei verið skoðun mín, að reisa bæri verksmiðjur til að vinna úr hráefni, sem ekki er fyrir hendi. Ég vil svo að lokum undirstrika þau ummæli hv. 2. þm. Reykv. um það, að frv. ætti rétt á sér, ef ekki hefðu þegar verið gerðar ráðstafanir til að vinna þau verk, sem lagt er til í frv., að gerð verði.