19.12.1947
Efri deild: 42. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 294 í B-deild Alþingistíðinda. (265)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Í tilefni af ræðu hæstv. dómsmrh. vil ég benda á, að ummælin, sem ég las eftir hann í C-deild Alþt. 1943, voru mælt hér á Alþ. alveg sérstaklega af manni, sem vissi, að hann væri álitinn og væri einn af skýrustu lögfræðingum þessa lands — enda verið lagaprófessor við Háskóla Íslands — og voru beinlínis miðuð við ákvæði stjskr. Sé ég því ekki ástæðu til að taka neitt aftur af því, sem ég sagði í ræðu minni, einmitt þegar ég sé nú, að það, sem hér var sagt, er talað frá sjónarmiði stjórnmálamannsins, en ekki frá sjónarmiði lögfræðingsins.