18.03.1948
Neðri deild: 76. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 479 í C-deild Alþingistíðinda. (2658)

180. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Pétur Ottesen:

Ég vil, áður en ég hef umr. um þetta mál, fara fram á það við hæstv. forseta, að hann taki málið af dagskrá, þar sem flm. brtt. á þskj. 511 er lasinn og getur ekki mætt á fundi. Ég geri ráð fyrir, að hv. flm. brtt. geti mætt á morgun eða a. m. k. á mánudaginn og geti þá reifað till. sína og tekið þátt í afgreiðslu málsins. Mér er kunnugt um, að hann hefur áhuga á máli þessu og hefur lagt rækt við það, og þar sem það hefur verið venja forseta að sýna tilhliðrunarsemi slíka sem hér er farið fram á, þá vænti ég, að hann verði við ósk minni og taki málið af dagskrá.