18.03.1948
Neðri deild: 76. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í C-deild Alþingistíðinda. (2671)

180. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Það er aðeins um þingsköp. Það er ljóst að þessi till., ef samþ. verður, gerbreytir alveg frv., og yrði þá að byrja umr. um málið á ný. Nú er hér 3. umr. málsins og ef till. þessi yrði samþ., yrði þetta 1. umr. málsins og þyrfti, það 3. umr. í hvorri d.

Þó að óvenjulegt sé að synja um afbrigði, þá tel ég það eðlilegt að slíkt sé gert, þegar slíkar till. sem þessi koma fram við 3. umr. máls. Ég mun greiða atkv. móti afbrigðum og vænti þess, að hv., þm. geri það.

Nú mun það kannske ekki ljóst, hvort einn eða fleiri ráðh. þurfa að veita afbrigði. Það er ákvæði í þingsköpum sem segir, að ráðh. veiti afbrigði. En þar sem ekki er alveg ljóst, hvernig eigi að skilja það ákvæði, mætti greiða úr þessum vanda, þar sem synjað er um afbrigði af þeirra hálfu, með því að spyrja hv. þm hvort þeir leyfi afbrigði. Ef þeir neita um slíkt, þá virðist vandinn vera leystur.