18.03.1948
Neðri deild: 76. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í C-deild Alþingistíðinda. (2672)

180. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Pétur Ottesen:

Ég vil heldur vara við að sá háttur verði tekinn upp hér á, hv. Alþ. að neita um afbrigði. Ég veit ekki, til hvers það gæti leitt. En ég, vil benda á, ef hæstv. forseti vildi hlusta á mál mitt, af því að hann er nýgræðingur í stólnum, að þegar afbrigða er leitað, þá er held ég undantekningarlaust sú aðferð viðhöfð að spyrja ríkisstj. fyrst, hvort hún vilji veita afbrigði, og svo á eftir er leitað atkv. þm. Og ég held, að það væri líka hyggilegt, að við reyndum að vera dálítið fastir í formi — það hefur sína kosti og færum ekki að, bregða út af okkar venju að ganga fyrst úr skugga um það, hvort ríkisstj. vildi leyfa afbrigði. (GTh: Það er ekki skylda að bera fyrst undir ríkisstj.) En það er venja og lýðræðisþjóð eins og Englendingar, sem hafa enga stjórnarskrá, breyta eftir föstum venjum og telja ekkert betra. Ég álít, að við Íslendingar ættum að reyna að verða fastari í formi yfirleitt, en ekki breyta til hins gagnstæða. — [Ys varð um hríð í deildinni og samræður.]

Ég vil enn þá skjóta því til hæstv. forseta og hæstv. ríkisstj. og allra aðila, hvort það mundi ekki vera heppilegust lausn á þessu máli, að það yrði tekinn frestur til morguns. Þá er hægt að sigla fram hjá skerjum, sem brýtur hættulega á núna, svoleiðis að ég held, að það verði öruggara að málið komist í góða höfn á morgun en í kvöld.