18.03.1948
Neðri deild: 76. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 492 í C-deild Alþingistíðinda. (2687)

180. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Frsm. (Sigfús Sigurhjartarson):

Ég vil aðeins taka það fram, að þar sem talað er um 600.000 kr. í grg. þessa frv., þá er það miðað við upplýsingar frá skattyfirvöldunum um selda miða að þeim kvikmyndahúsum, sem þar eru tilgreind.

Í öðru lagi vil ég benda á. að samkvæmt 2. gr. þessa.frv., er til þess ætlazt, að menntmn. veiti symfóníuhljómsveitinni styrk úr þessum sjóði, og það er á þess valdi, hvað mikið það veitir á hverju ári.

[Umr. frestað um stund, en var fram haldið síðar á fundinum.]