27.02.1948
Efri deild: 70. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 518 í C-deild Alþingistíðinda. (2727)

62. mál, menntaskólar

Forseti (BSt):

Út af ummælum hæstv. fjmrh. vil ég upplýsa, að hæstv. utanrrh. talaði við mig um málið, áður en hann fór í för sína til útlanda, og ráðstafaði hann, hvað gera skyldi vegna brtt. þeirrar, sem hann á við frv. Samt sem áður tel ég, að það sé eðlilegast, að hæstv. ráðh. sé sjálfur við 2. umr. málsins. Ég setti málið á dagskrá í dag vegna þess, að ég gerði fastlega ráð fyrir, að hæstv. ráðh. yrði hér við í dag. Mál þetta hefur dregizt alllengi hjá hv. menntmn., og er því nauðsynlegt, að hv. d. skeri úr um það hið bráðasta. En þar sem eindregin ósk hefur hér fram komið frá starfsbróður hæstv. utanrrh., mun ég verða við þeim tilmælum að taka 2. dagskrármálið út af dagskrá til mánudags.