26.02.1948
Efri deild: 69. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í C-deild Alþingistíðinda. (2802)

66. mál, landshöfn í Höfn í Hornafirði

Eiríkur Einarsson:

Herra forseti. Ég sé ekki betur en eftir frv., eins og það liggur fyrir, séu ákvæði, sem þýði í raun og veru það sama og felst í brtt. Fylgi mitt við frv. er fólgið í þeim ákvæðum, sem ég hef getið um, og ég álít, að á sínum framkvæmanlega tíma eigi höfnin í Hornafirði að vera landshöfn og þess vegna segi ég já við frv. Ég álít að þetta sé í hendi ríkisvaldsins, og get ég sagt viðvíkjandi skilningi mínum á málinu, að brtt. við frv. sé meinlaus hlutur gagnvart þessu frv., og segi því já.