04.03.1948
Efri deild: 74. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 607 í C-deild Alþingistíðinda. (2835)

73. mál, bindindisstarfsemi

Ásmundur Sigurðsson:

Hv. þm. Barð. tók af mér ómakið. En út af orðum hæstv. dómsmrh. vil ég segja það, að þau voru nokkuð utan við málið, vegna þess að ég gaf ekkert tilefni til þess, að álitið væri, að ég yrði á móti málinu. En ég bendi á, að það fé, sem hér er gert ráð fyrir að verja til bindindisstarfsemi, hlýtur að skerða tekjur ríkisins að vissu marki. Og það er grundvallaratriði fyrir mér í þessu máli, að það sé til vansa að halda fast við það að greiða þetta fé til bindindisstarfseminnar með þeim hætti, sem ráð er fyrir gert í frv. Um þetta hefur verið deilt og annað ekki.