16.03.1948
Neðri deild: 74. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 639 í C-deild Alþingistíðinda. (2908)

137. mál, sjúkrahús o.fl.

Frsm. (Helgi Jónasson) :

Herra forseti. Þetta mál er hingað komið frá hv. Ed. og var flutt þar af heilbr.- og félmn. samkvæmt ósk félmrh.

Frv. var breytt nokkuð í Ed. N. fór fram á 3/5 byggingarkostnaðar. en Ed. breytti þessu í 3/4 og 4/5 til að reisa læknisbústaði og sjúkraskýli í læknishéruðum með færri íbúum en 850.

Heilbr.- og félmn. þessarar d. fellst á málið eins og það kom frá Ed., vegna þess að nú er orðið svo áliðið þings, en þó er n. ekki alls kostar ánægð með þá afgreiðslu. Ég veit þó ekki nema n. kunni að koma fram með brtt. milli umr., og áskilur hún sér rétt til þess að koma fram með brtt. til 3. umr.