20.12.1947
Efri deild: 43. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í B-deild Alþingistíðinda. (292)

116. mál, dýrtíðarráðstafanir

Páll Zóphóníasson:

Mér er ljós sá virðingarverði tilgangur hæstv. ríkisstj. með þessu frv. að reyna þó að láta flota landsmanna fara af stað með útgerð. Mér er líka ljós sú tilraun hennar að reyna með þessu að slita í sundur tengslin á milli kaupgjalds og verðlags. Ég hef reynt að flytja við frv. brtt., til þess að þessi tilgangur gæti frekar náðst. Þeim hefur öllum verið hafnað. Ég hef enga trú á, að sá tilgangur, sem á að ná með þessu frv., náist, eins og það nú er. En ég vil ekki setja fót fyrir það, að hæstv. ríkisstj. fái að reyna það, og sérstaklega, að hún fái að draga þá lærdóma af því, sem hún mun fá. Þess vegna legg ég ekki stein í götu frv. og greiði ekki atkv.