24.02.1948
Efri deild: 68. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 685 í C-deild Alþingistíðinda. (2954)

155. mál, húsaleiga

Forseti (BSt) :

Út af ummælum hv. þm Barð. vil ég taka það fram, að þingmönnum ber skylda til að sækja þingfundi og greiða þar atkvæði, nema lögleg forföll eða fjarvistarleyfi forseta komi til. Það er því ekki samkvæmt neinni skyldu, sem þingsköpin leggja forseta á herðar, að verið er að doka við og senda menn út um allt til að ná þingmönnum saman til atkvæðagreiðslu. Samt sem áður, þar sem hér er um svo mikið kappsmál að ræða, að komið hafa fram tillögur um að fella það við 1. umr., mun ég reyna að sjá svo um, að dm. verði sem flestir viðstaddir, þegar atkvgr. fer fram. (GJ: Ég veit, að forseti sýnir fulla sanngirni.)