22.03.1948
Efri deild: 84. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 710 í C-deild Alþingistíðinda. (2993)

194. mál, menningarsjóður

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég get gjarnan tekið mína till. aftur, eftir að hv. form. hefur lýst yfir, að n. skuli taka málið til athugunar og að málið komi ekki á dagskrá, fyrr en nál. liggur fyrir. (BSt: Ég lofaði því ekki, heldur að málið skyldi verða athugað.) Í sambandi við þetta vil ég benda á, að ég tel mjög óheppilegt og illa viðeigandi, að alls staðar skuli vera endurskoðendur í öllum þessum deildum ríkissjóðs. Það er mikið, að ekki skuli vera endurskoðendur í hverri stjórnardeild út af fyrir sig. Hví ekki að láta endurskoðendur ríkisins endurskoða alla þessa reikninga? Ég veit ekki, hvað þeir eru margir, sem endurskoða alla þessa reikninga, en það mætti segja mér, að þeir skiptu tugum. Ég tel sjálfsagt, að frv. sé athugað vel í n., áður en það kemur til 2. umr.