28.01.1948
Sameinað þing: 38. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í D-deild Alþingistíðinda. (3054)

117. mál, hreinsun Hvalfjarðar

Flm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Hinn 16. des. var útbýtt hér á Alþ. till. til þál. um hreinsun Hvalfjarðar. Í umr., sem fram fóru um málið utan dagskrár, var upplýst af hæstv. sjútvmrh. að hann hefði leitað álits sjómanna um málið og að von væri skýrslna um það, enn fremur að hann teldi þörf stórvirkra tækja til hreinsunar og mundi gera kröfu til, að hernámsyfirvöldin tækju þátt í kostnaði af væntanlegum aðgerðum. Vegna þessara upplýsinga er síður þörf á umræðum, og legg ég til, að málinu sé vísað til sjútvn. Vil ég aðeins taka fram, að þetta er stórkostlegt hagsmunamál fyrir útveginn. Tjón það, sem orðið hefur, skiptir þegar hundruðum þúsunda. Bátar hafa hvað eftir annað orðið fyrir tjóni, sem nemur um tíu þúsund kr. í hverri veiðiferð. Segir sig því sjálft, að ráðast verður í framkvæmdir til úrbóta.