28.01.1948
Sameinað þing: 38. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í D-deild Alþingistíðinda. (3055)

117. mál, hreinsun Hvalfjarðar

Hermann Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins taka undir með hv. þm. Barð. um þá nauðsyn, sem er á aðgerðum í þessu máli, og enn fremur benda á, að fyrir liggur till. frá þm. Siglf. þess efnis, að greiddar verði bætur til þeirra, sem orðið hafa fyrir veiðarfæratjóni í Hvalfirði. Mér finnst eðlilegt, að eins og setuliðið bætti skaða af sínum völdum á landi, bæti það og það tjón á veiðarfærum, sem orðið hefur fyrir aðgerðir þess í Hvalfirði, og tel, að vér verðum hér að standa fast á fullum rétti vorum.