18.12.1947
Efri deild: 38. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í B-deild Alþingistíðinda. (308)

120. mál, ráðstafanir vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnuveganna

Frsm. (Pétur Magnússon):

Með l. nr. 98 1941 var stj. heimilað að fella niður tolla af ýmsum kornvörum, svo og lækka um helming toll af sykri og jafnframt hækka um 80% tolla af áfengi, tóbaki og innlendum tollvörutegundum. Þessar heimildir, sem hafa verið notaðar, hafa jafnan verið framlengdar frá 1941, og nú er flutt frv. um framlengingu þeirra árið 1948. Fjhn. mælir með því, að frv. verði samþ. Það má ef til vill segja, að viðhorfið sé lítið eitt breytt nú, en það er sennilega bezt, að stj. hafi þessa heimild. Hér er um almennar neyzluvörur að ræða, og má því telja óheppilegt, að þær hækki í verði samtímis þeim ráðstöfunum, sem nú eru. gerðar. N. leggur því til, að frv. verði samþ.