03.03.1948
Sameinað þing: 49. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í D-deild Alþingistíðinda. (3139)

39. mál, gjaldeyrir til námsmanna erlendis

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Þann 20. des. s. l. var útbýtt nál. á þskj. 240 í 39. máli, sem er till. til þál. um yfirfærslu á gjaldeyri til námsmanna erlendis. Þetta mál hefur síðan ekki verið tekið á dagskrá, enda var samkomulag um það á milli hv. flm. till. og mín, sem flutti brtt. á þskj. 98, að frestað yrði afgreiðslu þessa máls, til þess að gefa hæstv. viðskmrh. og hæstv. menntmrh. tækifæri til þess að komast að samkomulagi um afgreiðslu málsins. Nú er vitað, að ekkert samkomulag hefur átt sér stað um málið. Engin leiðrétting hefur fengizt á málinu hjá viðskiptanefnd. Og margir námsmenn erlendis búa við sömu neyðarkjör og þeir bjuggu við, þegar þáltill. var sett fram. Ég óska þess því, að hæstv. forseti taki þetta mál á dagskrá á næsta fundi til þess að sjá, hvaða hv. þm. vilja láta sveita íslenzka námsmenn erlendis, sem eru að eyða sínum beztu árum til þess að nema gagnleg fræði fyrir íslenzku þjóðina. Ég vænti, að hæstv. forseti taki þetta mál fyrir á næsta fundi.