17.03.1948
Sameinað þing: 55. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í D-deild Alþingistíðinda. (3157)

39. mál, gjaldeyrir til námsmanna erlendis

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Herra forseti. Það eru ekki tilmæli frá mér að fresta málinu, heldur bendi ég á, hvort það er ekki hagkvæmara, af því að örðugt er að koma við atkvgr. Ég vil aðeins benda á það út af því, sem hv. 4. þm. Reykv. sagði, að það er komið á fast form fyrir samstarfi milli viðskiptan. og menntamálaráðs. Hitt er annað mál, að þessar stofnanir eru ekki enn búnar að fastmóta það til frambúðar, hversu mikil yfirfærsla skuli fara til hvers námsmanns, vegna þess að meiningin er að fá viðbótarupplýsingar við það, sem áður er fyrir hendi.