03.03.1948
Sameinað þing: 49. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í D-deild Alþingistíðinda. (3212)

150. mál, mæling á siglingaleiðum

Flm. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. — Ég get að mestu leyti látið nægja að vísa til grg. í sambandi við þessa till. og þau fskj., sem þar fylgja. Ég vil þó aðeins geta þess, að þegar hinir nýju strandferðabátar koma til landsins, annar þeirra er að vísu kominn, en hinn væntanlegur í næsta mánuði, er ætlazt til að fækka flóabátunum, m. a. á Breiðafirði. Það er því nauðsynlegt, áður en þetta kemur til framkvæmda, að þær leiðir, sem þessir nýju bátar fara um og eru óuppmældar, verði mældar upp. Vegna þessarar knýjandi nauðsynjar er þessi till. m. a. borin fram, og vil ég vænta þess, að hv. þm. sái sér fært að samþ. hana. Legg ég til, að till. verði að lokinni þessari umr. vísað til fjvn.