27.11.1947
Sameinað þing: 26. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 285 í D-deild Alþingistíðinda. (3315)

10. mál, dýrtíðarvarnir

Frsm. (Jón Sigurðsson) :

Hv. flm. þessarar till. beindi þeirri fyrirspurn til mín, hvers vegna málinu hefði ekki verið sinnt í fyrra. Ég hef blaðað lauslega í gerðabók n. og sé af því, að till. hefur verið send ýmsum aðilum til umsagnar, en svör hafa ekki borizt frá þessum aðilum. Ég geri því ráð fyrir, að n. hafi beðið lengi eftir þeim svörum og þau ekki komið fyrr en komið var að þinglokum, þegar of seint var að afgr. málið. En að þessu sinni verður n. ekki sökuð um það, að hún hafi a. m. k. leitt málið á sama skerið og síðast, þar sem hún nú hefur aðeins talað um það við stj. að afgr. málið eins og hún hefur lagt til. Að því er virtist af ræðu hv. flm.. þá var það ýmislegt fleira, sem hann beindi til mín, t. d. hvað fyrir n. hefði vakað með þessu. Ég hygg, að ég þurfi raunar ekki að svara því, en ég get aðeins getið þess, að fyrir n. vakti það sama og kom fram í ræðu hæstv. forsrh., að afla þessara upplýsinga og þær væru fyrir hendi, svo að a. m. k. þm. ættu greiðan aðgang að þessum gögnum, og náttúrlega hefur n. síður en svo neitt við það að athuga, að þau gögn yrðu birt almenningi. Mér virtist á hinn bóginn sú skoðun koma fram hjá hv. flm., að ef þessar upplýsingar væru fyrir hendi, þá væri í rauninni sá vandi leystur að ráða niðurlögum dýrtíðarinnar í landinu. Þetta vil ég draga í efa. Það liggja fyrir allmiklar upplýsingar um þessa hluti, og væri sannarlega ekki miklum vandkvæðum háð að ráða niðurlögum dýrtíðarinnar, ef ekki þyrfti annað en að afla, þessara upplýsinga. Dýrtíðin er að vísu alþjóðlegt fyrirbrigði, en ég hygg, að niðurlögum hennar verði ekki ráðið með almenntun ráðum, heldur verði að taka það vandamál til athugunar með hliðsjón af íslenzkum staðháttum fyrst og fremst.

Ég vil svo ekki orðlengja um þetta frekar. Ég vænti þess, að þessi till. n. verði samþ. og ríkisstj. afli þessara upplýsinga. eins og n. ætlast til. Ég fyrir mitt leyti mæli með, að þessar upplýsingar verði birtar almenningi á sínum tíma, þegar unnizt hefur tími til að vinna úr þeim. Ég býst líka við, að það geti verið þarft og gott að eiga þessar upplýsingar í fórum sínum tiltækilegar, þótt síðar yrði.