08.12.1947
Sameinað þing: 29. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 295 í D-deild Alþingistíðinda. (3334)

95. mál, kaffi- og sykurskammtur til sjómanna

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég á hér brtt. og sagði nokkur orð um hana um daginn. Í tilefni af dagskrártill. vil ég segja það, að nokkur undanfarin ár hef ég verið milligöngumaður milli nokkurra vinnuflokka, sem hafa verið við vegavinnu langt frá byggð, um það að útvega þeim aukaskammt af kaffi og sykri, og á því hefur ekki verið neinn hörgull, það hefur alltaf fengizt þegar beðið hefur verið um. Ég hef líka verið milligöngumaður milli einstakra heimila, sem hafa verið í sérstakri gestanauð, sem líka hafa fengið undanþágu. Megi ég eiga vísa sams konar afgreiðslu um undanþágubeiðnir, þegar þær eru rökstuddar, eins og hefur verið, get ég vel sætt mig við þessa afgreiðslu, að till. verði vísað frá nú, því að ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að þetta verði gert eins og verið hefur.