03.03.1948
Sameinað þing: 49. fundur, 67. löggjafarþing.
Sjá dálk 298 í D-deild Alþingistíðinda. (3347)

33. mál, fiskþurrkun við hverahita

Frsm. (Sigurður Bjarnason) :

Herra forseti. Allshn. hefur haft þessa till. til athugunar og telur, að þetta mál verðskuldi fyllilega, að athugun sé látin fara fram á því. Hins vegar þótti n., að ekki lægju fyrir nægilegar upplýsingar til þess, að hægt væri að samþykkja till. eins og hún er, og þá sérstaklega leiðina, sem þar er stungið upp á, en taldi rétt, að ríkisstj. léti fara fram rannsókn á þeirri leið og öllu í sambandi við fiskþurrkun við hverahita, og í sambandi við þetta álit sitt lagði n. til, að till. yrði vísað til ríkisstj., sem athugaði málið í sambandi við stofnanir sjávarútvegsins, t. d. Fiskifélag Íslands.

Ég sé ekki ástæðu til að fara um þetta mál fleiri orðum, en vil fyrir hönd n. mælast til þess, að till. verði vísað til ríkisstj. til athugunar og rannsóknar.